

Torfi sinnir greiningu og meðferð ungmenna og fullorðinna
Torfi beitir gagnreyndum aðferðum og notar gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar. Hann nýtur reglulegrar handleiðslu og ráðgjöf frá sérfræðingum og sækir vinnustofur, ráðstefnur og námskeið. Samhliða því að starfa hjá Muna starfar Torfi sem sálfræðingur í Geðheilsuteymi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og sinnir rannsóknarstörfum hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur 12 ára reynslu af því að vinna með alvarlegan geðvanda þar sem hann starfaði sem deildarstjóri í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða í Hafnarfirði og Kópavogi áður en hann lauk MSc námi í klíniskri sálfræði.
Menntun og reynsla
-
Lauk B.A. námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri árið 2017, meðfram því starfaði Torfi sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarna fyrir geðfatlaða.
-
Eftir að hafa lokið B.A. námi starfaði Torfi sem deildarstjóri í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða í Hafnarfirði og Kópavogi.
-
Lauk MSc námi í klíniskri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2022 og fékk starfsleyfi í kjölfarið. Í náminu sótti Torfi starfsnám á Hjarta-og lungnasviði Reykjalundar og Hjarta-og verkjasviði Landspítalans (LSH).
-
Eftir útskrift hefur Torfi starfað sem sálfræðingur í Geðheilsuteymi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ásamt því að flytja námskeið og fræðsluerindi á eigin vegum fyrir starfsendurhæfingar og símenntunarstöðvar víðsvegar um landið.
-
Torfi er einnig þjónustuaðili hjá Virk starfsendurhæfingarsjóð.
-
Hefur reynslu af því að vinna með þunglyndi, kvíða, áföll, lífskrísu, langvarandi verki og líðan samhliða líkamlegum sjúkdómum.