top of page
vignir_valgeirsson_2_l_svhv_edited.jpg

Vignir Fannar Valgeirsson

Sálfræðingur

Hamraborg 1, 200 Kópavogur

Vignir sinnir greiningu og meðferð ungmenna og fullorðinna. 

 

Vignir beitir gagnreyndum aðferðum og notar gagreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar. Hann nýtur reglulegrar handleiðslu og ráðgjöf frá sérfræðingum og sækir vinnustofur og námskeið. Samhliða því að starfa hjá Muna starfar hann sem sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). 

Menntun og reynsla

  • Lauk BSc námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017, meðfram því starfaði Vignir sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. 

  • Lauk viðbótardiplómu í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi frá Háskólanum á Akureyri árið 2019, auk þess starfaði Vignir sem meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ frá 2019-2021. 

  • Lauk Msc námi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2022 og fékk starfsleyfi í kjölfarið. Í náminu sótti Vignir starfsnám hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinns (HH) og Landspítalanum (LSH).

  • Eftir útskrift hefur Vignir starfað m.a. fyrir Vinnuvernd, HH og HSS. 

  • Hefur reynslu af því að vinna með kvíða og depurð, áföll, svefnvanda, lífskrísur og vímuefnavanda. 

 

 

Bakgrunnur_mynd2_edited.jpg
bottom of page