top of page

Náðu stjórn á streitunni

Lagt er upp með fimm vikna námskeið þar sem farið er yfir almenna fræðslu um streitu, áhyggjur, kvíðaviðbrögð og bakslagsvarnir. Miðað er við að námskeiðin eru einu sinni í viku (2 klst. í senn). Samtals klukkutímafjöldi eru 10 klst. Þátttakendur á námskeiðinu fá æfingar til að sinna á milli tíma. Við lok námskeiðs fá þátttakendur síðan æfingar sem hægt er að sinna áfram til að viðhalda þeirri þekkingu og kunnáttu sem þau öðlast til að takast betur á við streitueinkenni og bakslög í framtíðinni.

Streita_mynd1.png

Yfirlit yfir atriði sem farið er yfir á námskeiðinu:

  • Inngangur: Hvað er streita?

  • Áhrif streitu á skap

  • Áhrif streitu á hugsanir

  • Hvað eru áhyggjur?

  • Hvað viðheldur kvíða?

bottom of page