top of page
Verkur sterkur!
Lagt er upp með fimm vikna námskeið þar sem farið er yfir almenna fræðslu um langvarandi verki, verkjastjórnun og bakslagsvarnir. Miðað er við að námskeiðstímar eru einu sinni í viku (2 klst. í senn). Samtals klukkutímafjöldi er því 10 klst. Þátttakendur á námskeiðinu fá æfingar til að sinna á milli tíma. Við lok námskeiðs fá þátttakendur síðan fleiri æfingar til að sinna áfram og viðhalda þeirri þekkingu og kunnáttu sem þau öðlast til að takast betur á við bakslög í framtíðinni.
.png)
Yfirlit yfir atriði sem farið er yfir á námskeiðinu:
-
Inngangur: Hvað eru verkir?
-
Áhrif hugsana í verkjum
-
Verkfærakistan/Bjargráð við verkjum
-
Önnur hjálpleg úrræði
-
Bakslagsvarnir
bottom of page

